Read More »"/>

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands

Heim / Fréttir / Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands var haldinn 6. apríl síðastliðinn.

Þar var hefðbundinn dagskrá og stikklað á stóru í starfsemi félagsins, m.a. kynntur ársreikningur 2021 og fjárhagsáætlun 2022. Kynntar voru skýrsla stjórnar, skýrslur nefnda, undirfélaga og fagdeilda. Þakkar stjórn SÍ aðkomu og vinnu þessara sálfræðinga sem hafa synt þessu mikilvæga starfi á árinu við sérstakar og krefjandi aðstæður.

Breyting var á stjórn félagsins en fjögur embætti voru laus. Álfheiður Guðmundssdóttir gjaldkeri bauð sig fram til endurkjörs og var hún sjálfkjörin.

Bóas Valdórsson varaformaður, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Berglind Stefánsdóttir meðstjórnendur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þakkar stjórn þeim öllum fyrir samstarfið og fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Helgi Héðinsson ritari stjórnar bauð sig fram til varaformanns og bárust þrjú framboð til meðstjórnenda. Framboð kom frá Hugrúnu Vignisdóttur, Lilju Magnúsdóttur og Gyðu Dögg Einarsdóttur sem eru sjálfkjörin. Býður stjórn þau hjartanlega velkomin í stjórn. Framboðsgögn má finna neðst á síðunni.

Á fundinum var ákveðið að lækka aðildargjaldið að félaginu frá 1. júlí 2022 úr 1,3 % niður í 1,2 %. Það er í samræmi við stefnu stjórnar að með fjölgun félagsmanna skapist svigrúm til að lækka aðildargjöld að félaginu.

Eitt að markmiðum félagsins er að fleiri fagdeildir og/eða undirfélög verði partur af félaginu. Á fundinum voru kynntar starfsreglur fyrir Fagfélag sálfræðinga í heilsugæslu (FHS) en félagið hafði verið stofnað nú í lok mars. Bjóðum við FHS hjartanlega velkomið til starfa.

Helstu gögn fundarins eru hér fyrir neðan

Ársreikningur 2021     Fjárhagsáætlun 2021 og uppgjör 2020 apríl 22x

2022 Skýrsla stjórnar     2022 Starfsáætlun stjórnar

Framboð Helgi Hedinsson Framboð Gyda Dogg Einarsdottir  Framboð Lilja Magnúsdóttir   Framboð Hugrún Vignisdóttir

Starfsreglur Fagdeildar sálfræðinga í heilsugæslu1

Lagabreytingartillögur SÍ fyrir aðalfund 2022

Fagráð SÍ 2021

Skýrsla siðanefndar SÍ fyrir aðalf 2022

Sálfræðiritið.Kynning.Aðalfundur.Sál.2022

Fagráð SÍ 2021

Fræðslunefnd_SÍ_2021_2022

NSÍ veturinn 2021-2022

Glæra um FSNA – aðalfundur SÍ 2022

Tengdar færslur