Sálfræðingar urðu löggilt starfsstétt með lögum frá Alþingi árið 1976. Upphaflega gaf Menntamálaráðuneytið út starfsleyfi sálfræðinga en eftir að sálfræðingar urðu heilbrigðisstétt færðist leyfisveitingin til Heilbrigðisráðuneytisins og síðar til Embættis landlæknis eftir lagabreytingar árið 2008.

Um þær kröfur sem nú eru gerðar til þess að hljóta starfsleyfi sem sálfræðingur er fjallað í reglugerð nr. 1130/2012 um sálfræðinga, sem sett var í framhaldi af lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.

Reglugerðin er hér.

Á nýju reglugerðinni voru gerðar þrenns konar breytingar árið 2015. A) MSc-prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík var bætt inn í 3. grein reglugerðarinnar. B) Gildistöku ákvæðis um starfsþjálfunarár var frestað þannig að það gildir fyrst um þá sem ljúka prófi eftir 1. júlí 2017. C) sett voru tímatakmörk varðandi það að afla sér sérfræðiviðurkenningar skv. reglugerð nr. 158/1990 en það var hægt til 1. janúar 2018.

Breytingarreglugerðin er hér.

Þeir sem sem hófu kandídatsnám eða sambærilegt nám fyrir haustið 2013 fengu starfsleyfi skv. upprunalegum lögum um sálfræðinga nr. 40/1976.

Umsókn um starfsleyfi
Sótt er um starfsleyfi sem sálfræðingur hjá Embætti landlæknis.

Hér má finna nauðsynlegar upplýsingar og umsóknareyðublað.