Leiðbeiningar til skjólstæðinga sálfræðinga

Félagsmönnum í Sálfræðingafélagi Íslands ber að starfa samkvæmt samnorrænum siðareglum sálfræðinga. Telji skjólstæðingur sálfræðings í Sálfræðingafélagi Íslands að viðkomandi sálfræðingur hafi í starfi sínu gerst brotlegur við siðareglur félagsins getur hann sent erindi um málið til siðanefndar. Erindið skal stíla á:

Siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands,

Borgartúni 27 – 2. hæð,

105 Reykjavík

Til að tryggja trúnað skal senda bréfið með pósti. Vinsamlega sendið ekki upplýsingar í tölvupósti.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í erindinu:

  1. Nafn sálfræðingins sem í hlut á. Hann þarf að vera félagsmaður í SÍ. Ef hann er það ekki er hægt að beina erindinu til Landlæknis.
  2. Nafn og heimilisfang þess sem erindið sendir.
  3. Lýsing á atvikinu sem erindið fjallar um þar sem málavöxtum er lýst nákvæmlega.