Stutt ágrip af sögu félagsins

Sálfræðingafélag Íslands var stofnað 1954.

Lög um sálfræðinga voru sett 1976.
Reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga var gefin út 1990.

Stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi var stofnað árið 1993.

Sálfræðingar urðu heilbrigðisstétt 1996.

Sálfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi voru sameinuð árið 2005.

Sálfræðingafélag Íslands er aðildarfélag BHM.

Félagar í Sálfræðingafélagi Íslands lúta samnorrænum siðareglum.

Í Sálfræðingafélagi Íslands geta þeir einstaklingar gerst félagar sem hafa fengið leyfi Embættis landlæknis til að kalla sig sálfræðinga og aðrir samkvæmt lögum félagsins.

Öðrum aðilum er óheimilt að nota starfsheiti sem gefur í skyn að þeir hafi hlotið löggildingu sem sálfræðingar.