Siðanefnd býður félagsmönnum upp á símaráðgjöf enda ber siðanefnd að vera ráðgefandi fyrir sálfræðinga.

Símaráðgjöfin er sniðin að þeirri símaráðgjöf sem Norðmenn hafa veitt til margra ára með góðum árangri.

Fullrar nafnleyndar er gætt en teknar eru niður upplýsingar um eðli mála sem spurt er um svo unnt sé að safna dæmum um siðferðileg álitamál sem upp koma í starfi sálfræðinga, enda er það eitt af hlutverkum nefndarinnar skv. lögum SÍ. Siðanefndarmenn hafa í gegnum árin veitt óformlega símaráðgjöf en engar upplýsingar liggja fyrir um umfang hennar eða eðli þeirra mála sem spurt hefur verið um.

Þær Guðrún Oddsdóttir: gudrunodds@gmail.com, sími 695 2380 og María K. Jónsdóttir: mariakj@ru.is sími 861 7894, veita ráðgjöf fyrir hönd siðanefndar félagsins. Hægt er að ná sambandi við þær milli kl. 10 og 12 á mánudögum og miðvikudögum.