Í félaginu skal starfa fimm manna siðanefnd, kosin á aðalfundi. Aðalfundur kýs formann sérstaklega.  Kjörtímabil nefndarmanna er fjögur ár. Nefndarmenn skulu ekki gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Nefndin starfar eftir siðareglum norrænna sálfræðinga og gildandi verklagsreglum.

Hlutverk siðanefndar er:
1. Að vera félagsmönnum til ráðgjafar og leiðbeiningar um siðamál.
2. Að taka við og fjalla um kvartanir um meint brot félagsmanna á siðareglum.
3. Að úrskurða um réttmæti kvörtunar með hliðsjón af lögum og siðareglum félagsins.
4. Vinna að tillögugerð að endurskoðun á siðareglunum, m.a. með því að safna dæmum um
siðferðileg álitamál sem upp koma í starfi sálfræðinga.

Nefndin skal gefa félagsmanni færi á að skýra og verja mál sitt. Úrskurður er gildur, standi
meirihluti siðanefndar að honum. Nefndarmenn eru fjárhagslega skaðlausir af störfum nefndarinnar, þ.m.t. vegna útgjalda við dómsmál.

Siðanefnd skipa:

Ingibjörg Markúsdóttir, formaður
Guðrún Oddsdóttir
María K. Jónsdóttir
Matthías Matthíasson
Hörður Þorgilsson

Símaráðgjöf siðanefndar

Vísun mála til siðanefndar

Vinnureglur siðanefndar

Samnorrænar siðareglur