Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur hefur á undanförnum misserum skráð hluta af sögu sálfræðinnar á Íslandi fyrir Sálfræðingafélagið.  Ásgeir hefur safnað að sér upplýsingum um fyrstu starfandi sálfræðingana á Íslandi sem og stofnendur Sálfræðingafélags Íslands. Fyrstu síðurnar sem hér birtast eru æviskrár, annars vegar um þrjá fyrstu sálfræðingana og hins vegar um ellefu stofnfélaga að Sálfræðingafélagi Íslands. Þökkum við Ásgeiri fyrir faglega og mikilvæga vinnu.