Sálfræðiritið er vettvangur fyrir vandaða og metnaðarfulla fræðilega umræðu um sálfræði og skyldar greinar. Allt efni sem tengist sálfræði með einum eða öðrum hætti metur ritnefnd og skoðar með tilliti til útgáfu. Sálfræðiritið birtir bæði rannsóknarritgerðir og yfirlitsgreinar. Ritdómar um íslensk eða þýdd rit um sálfræðileg efni og meðferðarhandbækur verða einnig birtir svo og bréf til ritstjórnar eftir því sem slíkt efni berst. Tekið er á móti efni allt árið en frestur til að skila handritum til birtingar í næsta rit er 1. febrúar. Handrit skulu send rafrænt til ritstjóra (ritstjorn@sal.is).

Sálfræðiritið er með opin aðgang á vefnum og má finna hér.

Sálfræðiritið fylgir alþjóðlegum faglegum og siðferðilegum viðmiðum Committee on Publication Ethics (COPE) sem talin eru æskileg í fagritum. Þessi viðmið er að finna hér.

Rafrænn aðgangur er að greinum í Sálfræðiritinu frá upphafi (1990) í gegnum Hirsluna, varðveislusafn LSH (sjá hér).Grein sem birtast í Sálfræðiritinu er metin til 15 stiga í rannsóknarmatskerfi HÍ.