Read More »"/>

Yfirlýsing frá Sálfræðingafélagi Íslands – Sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratryggingaygginga

Heim / Fréttir / Yfirlýsing frá Sálfræðingafélagi Íslands – Sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratryggingaygginga

Síðastliðna nótt var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingar á lögum um Sjúkratryggingar einróma samþykkt á Alþingi. Að lögum þessum stóðu allir flokkar og var mikil samstaða á þingi með þetta mál. Markmið frumvarpsins er að tryggja að sálfræðimeðferð falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.

 

Sálfræðingafélag Íslands fagnar þessum lögum en bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu hefur verið baráttumál félagsins í áratugi. Telur Sálfræðingafélagið að verið sé að stíga mikilvægt skref í að auka aðgengi almennings, óháð efnahag, að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Með því er verið að fjárfesta í bættri geðheilsu almennings sem mun borga sig fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið.

 

Fyrir hönd stjórnar Sálfræðingafélags Íslands
Tryggvi Ingason, formaður

 

 

Tengdar færslur