Read More »"/>

Tilkynning vegna kjaraviðræðna við sveitarfélögin

Heim / Fréttir / Tilkynning vegna kjaraviðræðna við sveitarfélögin

Grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu verði ekki gerðar breytingar á launakerfi háskólamanna

Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár og kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu. Þungur tónn er í fólki, sem íhugar aðgerðir. Ofan á þetta bætist að sífellt erfiðara verður að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa í sveitarfélögunum. Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.  

Launakerfi sveitarfélaganna er gallað og ógagnsætt. Fastar yfirvinnugreiðslur hafa árum saman verið notaðar til að bæta upp mun lægri grunnlaun en hjá öðrum opinberum aðilum, hvað þá á almennum vinnumarkaði. Þessu vilja aðildarfélög BHM breyta. Þau hafa lagt fram tillögur til lausnar sem byggja á breyttri samsetningu launa og fela í sér sáralítinn kostnað. BHM hvetur sveitarfélögin til að grípa tækifærið núna, standa með starfsfólki sínu og styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaði. Upptaka nýs og betra launakerfis má ekki bíða lengur.

Tengdar færslur