Read More »"/>

Þvættingur á vegum Dáleiðsluskólans

Heim / Fréttir / Þvættingur á vegum Dáleiðsluskólans

Í auglýsingablaði sem fylgdi Fréttablaðinu í morgun setja fulltrúar Dáleiðsluskólans fram hreinasta þvætting varðandi nám og störf sálfræðinga, að því er virðist í þeim tilgangi að blekkja almenning til að trúa því að að fólk sem hefur lært dáleiðslutækni á stuttum námskeiðum geti læknað fólk við flestum ef ekki öllum kvillum. Fullyrðingarnar eru svo grófar að við þær verður að sjálfsögðu ekki unað heldur mun félagið vekja athygli Embættis landlæknis á þeim. Embættið hefur einmitt það hlutverk að annast eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og gæðum heilbrigðisþjónustu til að tryggja öryggi sjúklnga og tryggja að heilbrigðisþjónusta fari fram samkvæmt settum reglum. Dáleiðslutæknar eru ekki heilbrigðisstétt og þeir sem trúa þeirra falboðum ekki varðir á nokkurn einasta hátt.

Tengdar færslur