Kjarasamningar SÍ við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs samanstanda af a) miðlægum samningi um réttindi og skyldur, miðlægar launahækkanir og launatöflur og b) stofnanasamningum, sem eru sértækir fyrir hverja stofnun. Í stofnanasamningum kemur meðal annars fram skilgreining starfsheita, launasetning þeirra og mat á persónubundnum þáttum og mat á hæfni og viðlíka. Miðlægi kjarasamningurinn er núna sameiginlegur með flestum aðildarfélögum BHM en stofnanasamningarnir eru einungis samningar SÍ og viðkomandi stofnunar.

Kjarasamningur Sálfræðingafélagsins við ríkið

byggir annars vegar á miðlægum samningi þar sem samið er um réttindi og skyldur, miðlægar launahækkanir og launatöflur og hins vegar á stofnanasamningum á hverri stofnun ríkisins þar sem störf eru skilgreind og lágmarksröðun þeirra ákveðin svo og vægi persónubundinna þátta og mat á hæfni og viðlíka.

Samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands við ríkið, gildandi frá 1.apríl 2023

Launatafla gildandi frá 1.4.2023

Samkomulag um frestun á niðurfellingu orlofsdaga

Heildartexti kjarasamnings, ritstýrður, Sálfræðingafélags Íslands við Fjármála- og efnhagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, gildandi frá 1. apríl 2019

Tilkynning frá Kjara- og mannaudssýslu ríkisins vegna breytinga á yfirvinnu 1 og 2