Sálfræðingafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sálfræðinga og gerir kjarasamninga við Reykjavíkurborg, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök atvinnulífsins.

Kjarasamningur SÍ og Reykjavíkurborgar

Í kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg árið 2006 var samið um þátttöku Sálfræðingafélags Íslands í starfsmatskerfi borgarinnar. Launasetning starfa sálfræðinga ræðst af stigafjölda þeirra í starfsmatskerfinu og persónubundnum þáttum til viðbótar.

Kjarasamningar SÍ við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

samanstanda af a) miðlægum samningi um réttindi og skyldur, miðlægar launahækkanir og launatöflur og b) stofnanasamningum, sem eru sértækir fyrir hverja stofnun. Í stofnanasamningum kemur meðal annars fram skilgreining starfsheita, launasetning þeirra og mat á persónubundnum þáttum. Miðlægi kjarasamningurinn er núna sameiginlegur með flestum aðildarfélögum BHM en stofnanasamningarnir eru einungis samningar SÍ og viðkomandi stofnunar.

Fram til 31. ágúst ráðast miðlægar launahækkanir af niðurstöðu gerðardóms sem birti úrskurð sinn sumarið 2015 í kjölfar langra verkfalla og lagasetningar.

Kjarasamningur SÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga gildir fyrir öll sveitarfélög sem veitt hafa Sambandinu samningsumboð.

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, gildir fyrir þær stofnanir sem eru í samtökunum, þar á meðal Krabbameinsfélag Íslands og SÁÁ. Kjarasamningurinn er sameiginlegur með mörgum aðildarfélögum BHM. Launahækkanir eru í samræmi við launahækkanir hjá ríkinu.

Kjarasamningur BHM og SA gildir fyrir fyrirtæki innan samtakanna en einungis fyrirtæki með fulla aðild eru skuldbundin til að fylgja samningnum. Kjarasamningurinn er fyrst og fremst samningur um réttindi og skyldur, ekki launatöflur eða laun.

* Eingreiðslurnar eru allar háðar frekari skilyrðum sem koma fram í viðkomandi kjarasamningi.

Niðurstaða gerðardóms, gildandi til 31. ágúst 2017

Launatöflur aðildarfélaga BHM og ríkis gildandi til 31.08. 2017 í kjölfar gerðardóms

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg, gildistími 1. maí 2011 – 31. mars 2014

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga, gildistími 1. maí 2011 – 31. mars 2014

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SFV með gildistíma frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Sálfræðingafélags Íslands (BHM), gildandi frá 1. október 2017.

Eldri kjarasamninga félagsins er að finna á viðeigandi undirsíðu kjaramála.