Read More »"/>

Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands 2020

Heim / Viðburður / Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands 2020
Dags.: 25. febrúar, 2020
Tími: 00:00 - 00:00
Staðsetning: Borgartún 6, salur BHM 4. hæð

Aðalfundur Sálfræðingafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 2020.  Fundurinn verður haldinn í sal BHM, 4. hæð.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrslur nefnda, ráða, fagdeilda og undirfélaga félagsins.
  3. Reikningar félagsins, nefnda og sjóða
  4. Fjárhagáætlun og ákvörðun árgjalds
  5. Laga- og reglubreytingar
  6. Kosning / tilkynning um kjör í embætti og stjórn
  7. Kosning í nefndir og stjórnir sjóða
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kynning á starfáætlun næsta árs
  10. Önnur mál

Varðandi kjör til stjórnar Sálfræðingafélagsins þá eru eftirfarandi stjórnarmeðlimir á miðju kjörtímabili sitja áfram í stjórn: Tryggvi Guðjón Ingason formaður, Helgi Héðinsson meðstjórnandi, Agnes Björg Tryggvadóttir meðstjórnandi.

Fyrir aðalfund 2020 þarf að kjósa í embætti varaformanns, gjaldkera og tvö sæti meðstjórnenda.
Bóas Valdórsson býður sig fram til endurkjörs í embætti varaformanns
Gunnhildur Gunnarsdóttir býður sig fram til endurkjörs í embætti  meðstjórnenda
Sigríður Karen Bárudóttir lætur af störfum sem gjaldkeri og Þóra Sigfríður Einarsdóttir lætur af störfum sem meðstjórnandi.

 

Hér má sjá helstu verkefni varaformanns, gjaldkera og meðstjórnanda:
Varaformaður: Kemur að fagmálum félagsins, er formaður framkvæmdanefndar sálfræðiþings og heldur utan um skipulag haustfundar. Er tengiliður við fag- og undirfélög félagsins.
Gjaldkeri: Greiðir alla reikninga félagsins. Kemur að gerð rekstaráætlunar hvers árs.
Meðstjórnandi: Situr í framkvæmdanefnd Sálfræðiþingsins og kemur að skipulagi haustfundar. Kemur að undirbúningi fastra viðburða stjórnar og félags, s.s. starfsdaga stjórnar, starfsdag nefnda, sálfræðiþing og hausfund.

Hvetjum félagsmenn til að mæta og hvetjum áhugasama félagsmenn að bjóða sig fram og taka þátt í starfi félagsins.

 

Skráning fer fram hér 

Tengdar færslur