Read More »"/>

Ályktun vegna bágra kjara háskólamenntaðra heilbrigðisstétta á Landspítala

Heim / Fréttir / Ályktun vegna bágra kjara háskólamenntaðra heilbrigðisstétta á Landspítala

Eins og flestir hafa orðið varir við hafa verið miklar umræður um bág kjör heilbrigðisstétta á Landspítala. Í tengslum við umræðuna sendi félagið eftirfarandi ályktun til fjölmiðla í morgun:
Sálfræðingafélag Íslands tekur heils hugar undir umræðu um bág kjör háskólamenntaðra heilbrigðisstétta á Landspítala. Á spítalanum er veitt sérhæfðasta heilbrigðisþjónustan í landinu en langur vegur er frá því að sú sérþekking sem hún krefst sé metin til launa. Sem dæmi má nefna að nýútskrifaður sálfræðingur, fær kr. 305.199 í laun þegar hann ræður sig til starfa á spítalanum, að loknu 5 ára háskólanámi. Það eru heildarlaun hans, fyrir skatta. Vinnuálag hefur aukist gríðarlega síðastliðin ár á spítalanum og starfsmenn hafa virkilega lagt sig fram, þrátt fyrir slæm kjör. Við þessa stöðu verður ekki unað. Félagið skorar á stjórnendur spítalans og heilbrigðisyfirvöld að nýta tækifærið sem gefst í stofnanasamningum til að leiðrétta þessa stöðu.

Tengdar færslur