Read More »"/>

Aðalfundarboð

Heim / Fréttir / Aðalfundarboð

Kæru félagsmenn

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl nk. kl. 16:30. Fundurinn verður bæði sem staðfundur og á rafrænu formi. Félagsmenn þurfa að skrá sig á fundinn hér, og er fundurinn auglýstur á heimasíðu félagsins.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

  1.   Skýrsla stjórnar.
    2. Skýrslur nefnda, ráða, fagdeilda og undirfélaga félagsins.
    3. Reikningar félagsins, nefnda og sjóða.
    4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun árgjalds.
    5. Laga- og reglubreytingar.
    6. Kosning / tilkynning um kjör í embætti og stjórn
    7. Kosning í nefndir og stjórnir sjóða.
    8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
    9. Kynning á starfsáætlun næsta árs.
    10. Önnur mál.

Engar lagabreytingatillögur koma frá stjórn.

Tveir stjórnarmenn eru nú að ljúka sínu tveggja ára kjörtímabili, formaður félagsins og  meðstjórnandi.

Formaður félagsins Tryggvi Guðjón Ingason býður sig ekki fram til áframhaldandi starfa. Auglýst var eftir framboðum til formanns, eins og lög gera ráð fyrir, í desember og janúar síðastliðin, engin framboð bárust á þeim tíma. Framboðsfrestur var því framlengdur og borist hefur framboð til formanns en framlengdur framboðsfrestur til formanns SÍ rennur út á miðnætti 30. mars næstkomandi.

Meðstjórnandi félagsins, Agnes Björg Tryggvadóttir, býður sig ekki fram til áframhaldandi starfa. Auglýsum við eftir framboðum til meðstjórnanda. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til meðstjórnanda þurfa að skila inn framboði eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Kosið er í embættin til tveggja ára í senn.

Sjá nánar eftirfarandi varðandi kjör til stjórnar í lögum félagsins.

Úr lögum félagsins:

  • Framboð til stjórnar, önnur er formanns, skulu berast félaginu ekki síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund og eru þau kynnt félagsmönnum með tölvupósti og á heimasíðu félagsins.
  • Ef fleiri en einn er í framboði til hvers embættis skal kosning fara fram með rafrænni kosningu meðal allra atkvæðisbærra félagsmanna fyrir aðalfund og skulu úrslit tilkynnt á aðalfundi.
  • Af sjö fulltrúum í stjórn skulu a.m.k. fimm og þar af formaður, varaformaður og gjaldkeri hafa fag- og stéttarfélagsaðild sbr. 3.1.
  • Um hæfi stjórnarmanna fer eftir efnisreglum hliðstæðum þeim sem eru í II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
  • Einfaldur meirihluti í rafrænni kosningu SÍ ræður kjöri.

Lög félagsins má sjá í heild sinn hér.

Á fundinum verða uppfærðar samnorrænar siðareglur lagðar fram til samþykktar. Siðareglurnar má finna hér.

Á aðalfundi er einnig kosið í nefndir sem vinna mikilvægt starf hjá félaginu.

Nefndir félagsins eru:

  • Siðanefnd
  • Fagráð
  • Fræðslunefnd
  • Prófanefnd
  • Ritnefnd

 

Velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar í tengslum við aðalfund félagsins.

 

Við hvetjum áhugasama félagsmenn að bjóða sig fram og taka þátt í starfi félagsins.

Léttar veitingar verða í boði í staðfundi.

 

Munið að skrá ykkur á fundinn

Tengdar færslur