Read More »"/>

Vissir þú?

Heim / Fréttir / Vissir þú?
Að annað skrefið í að innleiða styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu er að vinnutímanefnd á hverjum vinnustað hefji undirbúning, kynni sér fræðsluefni um styttingu vinnuvikunnar og greini stöðuna á vinnustað til að draga fram gagnkvæman ávinning starfsfólks og stjórnenda.
Dæmi um þetta er greining á þjónustu og helstu álagstímum, hversu staðbundið er fólk við störf sín og hvaða sóknarfæri eru varðandi vinnufyrirkomulag, verklag, samvinnu og tímastjórnun.
Hvaða breytingar þarf að gera til að nýta megi tímann betur og ná fram markmiðinu um hámarksstyttingu?
Afrakstur vinnunar nýtist sem fóður fyrir samtal á vinnustað þar sem allt starfsfólk tekur þátt.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni, www.betrivinnutimi.is
Mikilvægt er að hafa í huga að þetta er samvinnuverkefni stjórnenda og starfsfólks
Tengdar færslur