Read More »"/>

Velheppnað Sálfræðiþing

Home / Fréttir / Velheppnað Sálfræðiþing

Ráðstefnudagur Sálfræðiþingsins var í dag. Mætingin var mjög góð en um 160 manns fylltu sali Nordica og hlýddu á mjög fjölbreytt og áhugaverð erindi. Gísli Guðjónsson, margheiðraður og langfrægasti íslenski sálfræðingurinn flutti opnunarerindi ráðstefnunnar þar sem hann rakti ævistarf sitt og þróun réttarsálfræðinnar. Í framhaldi af erindi Gísla var málstofa um minningar, vitnisburð barna og mat sálfræðinga á áföllum þar sem þau Árni Kristjánsson, Berglind Guðmundsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson, Gísli Guðjónsson og Þorbjörg Sveinsdóttir fluttu mjög upplýsandi erindi sín. Eftir hádegishlé var úr nægu að velja meðal þeirra 25 erinda sem voru eftir á dagskránni. Þá eru ónefnd veggspjöld sem voru til kynningar á ráðstefnunni. Í gær var mjög fjölmennt á kynningu á þriðju bylgju atferlisfræðinnar á Hvítabandinu. Það er óhætt að fullyrða að Sálfræðiþingið hefur rækilega fest sig í sessi og sannarlega ástæða til að hlakka til næsta þings og fara að undirbúa efni til kynningar. Félagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við skipulagningu og kynningu efnis og sömuleiðis hinum fjölmörgu gestum.

Related Posts