Read More »"/>

Útgáfa starfsleyfa fyrir heilbrigðisstéttir

Heim / Fréttir / Útgáfa starfsleyfa fyrir heilbrigðisstéttir

Embætti landlæknis vekur athygli á gildistöku reglugerðar nr. 401/2020 um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta, sem birt var á vef Stjórnartíðinda 30. apríl sl.

Samkvæmt reglugerðinni er landlækni heimilt að veita umsækjendum um starfs- eða sérfræðileyfi, sem lokið hafa námi á grundvelli eldri reglugerða heilbrigðisstétta, umsótt leyfi að uppfylltum skilyrðum um menntun og starfsþjálfun/starfsreynslu.

Í reglugerðinni er kveðið sérstaklega á um að landlækni sé heimilt að veita þeim umsækjendum, sem lokið hafa námi samkvæmt eldri reglugerðum heilbrigðisstétta, starfsleyfi svo framarlega sem þeir hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að tilskyldu námi lauk.

Sérstök athygli er vakin á því að heimildin fellur úr gildi 1. maí 2021. Því verður umsókn um starfs- eða sérfræðileyfi, sem byggir grundvöll sinn á ákvæðum reglugerðarinnar, að berast embætti landlæknis fyrir þann tíma.

Tengdar færslur