Read More »"/>

Upplýsingabréf til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks vegna nýrra laga um sjúklingatryggingu, nr. 47/2024

Heim / Fréttir / Upplýsingabréf til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks vegna nýrra laga um sjúklingatryggingu, nr. 47/2024

Sjúkratryggingar vilja koma meðfylgjandi leiðbeiningum til heilbrigðisstarfsfólks í sjálfstæðum rekstri. Samkvæmt nýjum lögum um sjúklingatryggingu nr. 47/2024 flyst sjúklingatrygging sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks frá vátryggingarfélögum til Sjúkratrygginga. Breytingin gildir um tjón sem verða 1. janúar 2025 og síðar.  

Í meðfylgjandi leiðbeiningum er að finna upplýsingar um þessar breytingar, sem mikilvægt er að allir viðtakendur kynni sér. Þar er einnig að finna upplýsingar um drög að reglugerð heilbrigðisráðherra um greiðslu iðgjalds vegna sjúklingatryggingar, en reglugerðin er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Reglugerðardrögin verða í samráðsgátt til 6. desember 2024 og á því tímabili er unnt að koma að athugasemdum eða áliti um innihald reglugerðarinnar. Sjá nánar: Samráðsgátt | Mál: S-227/2024. Sjúkratryggingar benda á að með reglugerðardrögunum er fylgiskjal þar sem finna má upplýsingar um áætluð iðgjöld og áhættuflokka.

Sjá leiðbeiningar frá Sjúkratryggingum hér 21.11.24

Tengdar færslur