Read More »"/>

Desemberuppbót 2024

Home / Fréttir / Desemberuppbót 2024

Desemberuppbót fyrir árið 2024 skal greidd 1. desember og miðast við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Desemberuppbót  er föst krónutala og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hvetjum félagsfólk til að fylgjast með að desemberuppbót sé rétt greidd út miðað við kjarasamning.

Þar sem Sálfræðingafélag Íslands á enn ósamið við opinbera launagreiðendur tekur desemberuppbót mið af upphæð ársins 2023.

Hins vegar liggur fyrir að desemberuppbætur fyrir árið 2024 verða eftirfarandi eftir undirritun og samþykkt kjarasamninga:

Desemberuppbót árið 2024

Ríkið: 106.000 kr.

Reykjavíkurborg: 119.000 kr.

Samband íslenskra sveitarfélaga (önnur sveitarf. en Reykjavíkurborg): 135.500 kr.

Samtök atvinnulífsins (aðalkjarasamningur SA): 106.000 kr.

Related Posts