Read More »"/>

Tólfta sálfræðiþingið 16 til 18 mars

Heim / Fréttir / Tólfta sálfræðiþingið 16 til 18 mars

Loksins er komið að því eftir þriggja ára bið

Tólfta Sálfræðiþingið verður haldið dagana 16. til 18. mars næstkomandi.

 

Hefðbundinn ráðstefnudagur verður haldinn föstudaginn 18. mars á á Hilton Reykjavik Natura og hefst kl 8:30.

Aðalfyrirlesarar verða Lisa Vivoll Straume og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Heiti fyrirlesturs: The science of well being: From research to practice

The keynote gives the state of the art of positive psychology and the science of well being.

We will present the latest research in the field, as well as some practical cases that illustrates how this research can be applied practically to make change and development.

Á ráðstefnunni verða, venju samkvæmt, þematengdar málstofur og  vinnustofur sem og kynning erinda og veggspjalda.

Heiðursverðlaun verða veitt.

Fimmtudaginn 17. mars frá 9 til 16, verður boðið upp á vinnustofu með gestafyrirlesurum þingsins.

Vinnustofan ber heitið: Applying positive psychology: Tools in strength-based development

Lýsing: Participants will get insight into how positive psychology and strength-based development can be implemented in change initiatives at the individual and team level.

They will get practical training on tools to spot strengths and how to coach development through strengths.

(Skráning og nánari upplýsingar verða sendar út á næstu dögum)

Miðvikudaginn 16. mars kl. 20 verður boðið upp á fræðslu fyrir almenning

Opinn fræðslufyrirlestur í streymi fyrir almenning sem ber heitið: Jákvæð sálfræði – vísindaleg nálgun til að takast á við lífið á uppbyggilegan hátt- Styrkleikar – Hamingja & Hugarfar

Fyrirlesari: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Um gestafyrirlesara:

Lisa Vivoll Straume holds a PhD in positive psychology from the Norwegian University of Science and Technology. Along with her research position in the field, she is partner and Academic Director at MIND:. MIND: is a leading company on strength-based leadership development with their strong focus on uniting the gap between research and practice within the positive psychology field. As a practitioner, Straume is leading several organizational and leadership development programs in Norwegian and international companies. Within the academic field, she teaches courses in applied positive psychology at different Universities, in addition to being involved in research projects within positive psychology.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur er með kandídatspróf í klínískri- og vinnusálfræði ásamt doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum. Helstu rannsóknarefni hennar eru áhrifaþættir hamingju, heilsu og vellíðanar. Hún leggur áherslu á að hagnýta niðurstöðurnar og hefur ritað fjölda greina um efnið sem hafa birst bæði innan lands og utan. Hún er höfundur bókarinnar ,,Velgengni og vellíðan –um geðorðin 10“ og höfundur kafla í bókunum „Creating the world we want to live in“ https://www.creatingtheworldwewanttolivein.org/ „The World Book of Happiness“ www.theworldbookofhappiness.com og „Positive Psychology for Social Change“. Dóra Guðrún vinnur sem sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis, hún er kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við EHÍ, stundakennari við HR og forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði.

Takið dagana frá.

Frekari upplýsingar um skráningu, kostnað og innihald verður sent á næstu dögum.

Tengdar færslur