Read More »"/>

Tilkynning um framboð til formanns SÍ

Heim / Fréttir / Tilkynning um framboð til formanns SÍ

Hrund Þrándardóttir hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í stöðu formanns SÍ á næsta aðalfundi.
Hrund útskrifaðist með cand.psych.gráðu frá Háskóla Ísland árið 2003.
Hún vann á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur frá árinu 2003 til 2005 og hefur síðan unnið við sérfræðiþjónustu skóla í Þjónustumiðstöð Breiðholts. Í nokkur ár hefur hún samhliða starfi hjá Reykjavíkurborg starfað sjálfstætt á Stofunni, sálfræðiþjónustu.
Hrund hefur setið í stjórn SÍ frá árinu 2010 og verið gjaldkeri þess frá árinu 2011.
Hrund er fertug og gift Skarphéðni Guðmundssyni. Þau eiga tvo syni, 5 og 12 ára.
 

Tengdar færslur