Read More »"/>

Styrkveiting úr Minningar- og vísindasjóði Arnórs Björnssonar

Home / Fréttir / Styrkveiting úr Minningar- og vísindasjóði Arnórs Björnssonar

Þann 27. september sl. var afhentur veglegur styrkur úr Minningar- og vísindasjóði Arnórs Björnssonar. Sjóðurinn er til minningar um Arnór Björnsson, sem lést sviplega árið 1996, aðeins þrítugur að aldri. Arnór var við doktorsnám í klínískri sálarfræði og vann að rannsóknarverkefni um íslensk börn þegar hann féll frá.
Styrkir úr sjóðnum hafa verið veittir fimm sinnum og að þessu sinni var það Urður Njarðvík sem hlaut styrkinn fyrir verkefnið Athugun á árangri stuttrar HAM meðferðar fyrir bráðlynd börn.

 
Minningarsjóðurinn er fjármagnaður m.a. með sölu minningarkorta og full ástæða er til að minna að hægt er að fá kortin með því að hafa samband við:
Sálfræðistöðin
sími: 562 3075 virka daga kl. 11-12
netfang: psych.center@mmedia.is
 
eða
 
Sálfræðingafélag Íslands
sími: 568 0895
netfang: sal@sal.is
 
Þeir sem vilja senda minningarkort eða framlög til sjóðsins geta greitt beint inn á bankareikning sjóðsins 515-26-60566 kt. 460597-2859. Athugið að senda kvittun á psych.center@mmedia.is eða sal@sal.is
Til að hægt sé að ganga frá minningarkorti þarf að koma eftirfarandi upplýsingum til Sálfræðistöðvarinnar eða Sálfræðingafélagsins (sjá hér að ofan):
nafn hins látna,
nafn og heimilisfang viðtakanda minningarkortsins,
nafn sendanda.

Related Posts