Read More »"/>

Innra augað – ný bók á íslensku um sálfræði hugar, heila og skynjunar

Heim / Fréttir / Innra augað – ný bók á íslensku um sálfræði hugar, heila og skynjunar

Íslenskar bækur um sálfræði koma ekki út á hverjum degi. Nú er nýkomin út bók um sálfræði hugar, heila og skynjunar eftir Dr. Árna Kristjánsson. Titillinn,  Innra augað, vísar til þess að heilinn er stærsta skynfærið. Það að sjá felur í sér mun meira en að opna einungis augun. Rúm 50% heila mannsins fást með einum eða öðrum hætti við úrvinnslu sjónáreita.
Árni Kristjánsson, sálfræðingur og sérfræðingur í taugavísindum, fjallar í bókinni um hlutverk hugans í sjónskynjun. Fjölmörg athyglisverð dæmi eru nefnd til vitnis um hvernig hugurinn ræður því hvernig við skynjum umheiminn.
Árni Kristjánsson lauk árið 2002 doktorsprófi í tilraunasálfræði frá Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum með sjónskynjun og taugavísindi sem sérgrein. Eftir doktorsprófið starfaði hann við Institute of Cognitive Neuroscience við University College London og er nú dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Hlekkur: http://haskolautgafan.hi.is/innra_auga%C3%B0

Tengdar færslur