Read More »"/>

Starf framkvæmdastjóra SÍ er laust til umsóknar!

Heim / Fréttir / Starf framkvæmdastjóra SÍ er laust til umsóknar!

 

Framkvæmdastjóri – Sálfræðingafélag Íslands

Sálfræðingafélag Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf sem gerir kröfu um frumkvæði og sjálfstæði. Félagið er ört vaxandi fag- og stéttarfélag sálfræðinga og verkefni framkvæmdastjóra varða bæði fagleg málefni og kjara- og réttindamál sálfræðinga.

Upplýsingar um fyrirtækið

Sálfræðingafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sálfræðinga. Félagið var stofnað árið 1954. Félagar eru rúmlega 600, sálfræðingar og sálfræðinemar í framhaldsnámi og fer ört fjölgandi.
Sálfræðingafélagið er eitt aðildarfélaga BHM og á mikið samstarf við BHM og önnur aðildarfélög þess.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.sal.is

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á starfsemi og daglegum rekstri félagsins
  • Náið samstarf við stjórn, fagdeildir og nefndir félagsins ásamt því að fylgja eftir ákvörðunum stjórnar
  • Samskipti, ráðgjöf og samstarf við félagsmenn og ýmsa aðila utan félagsins
  • Utanumhald og stjórnun margs konar verkefna, svo sem ráðstefna og funda
  • Undirbúningur og gerð kjarasamninga

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistaragráða í sálfræði, löggilt starfsleyfi er kostur
  • Þekking á stjórnun og starfi félagasamtaka
  • Þekking á kjaramálum og kjarasamningagerð
  • Lipurð í samskiptum, metnaður og úthald
  • Geta til að vinna í hópi og leiða hópa
  • Brennandi áhugi á sálfræði og hagsmunamálum sálfræðinga
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Góð kunnátta, mælt og rituð, í íslensku og ensku. Kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is), í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2017. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Tengdar færslur