Read More »"/>

Sálfræðiþing 2020 – AFLÝST

Home / Fréttir / Sálfræðiþing 2020 – AFLÝST

Kæru félagsmenn

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna vegna COVID-19 veirunnar og miðað við tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk sæki ekki fundi eða samkomur sem ekki teljast nauðsynlegar, hefur stjórn Sálfræðingafélagsins að höfðu samráði við embætti landlæknis tekið ákvörðun um að aflýsa Sálfræðiþinginu árið 2020.

Ákvörðunin var ekki léttvæg og möguleikar á að fresta þinginu voru ræddir en af ýmsum ástæðum gekk það ekki upp og því varð þetta niðurstaðan.

Að venju hafa félagsmenn sýnt þinginu mikinn áhuga og við hlökkum til að sjá ykkur á þinginu árið 2021 sem verður haldið dagana 24. til 26 mars.

Related Posts