Read More »"/>

Sálfræðiritið á rafrænu formi

Heim / Fréttir / Sálfræðiritið á rafrænu formi

Unnið hefur verið að því í nokkurn tíma að koma Sálfræðiritinu í rafræna útgáfu en með því skapast möguleikar á að efla og styrkja tímaritið og auka aðgengi allra að tímaritinu.

Með rafrænni útgáfu Sálfræðiritsins er nú hægt að birta greinar á netinu mun örar en áður í stað þess að miða við eitt tölublað og skilafrest einu sinni á ári.

Höfundar geta nú sent inn efni í gegnum heimasíðu ritsins, ojs.salfraediritid.is. Til að senda inn efni þarf að byrja á að velja Nýskráningu efst í hægra horni síðunnar skrá sig inn og að því loknu er hægt að senda inn efni.

Önnur leið inn á sama vef er með því að slá inn salfraediritid.is eða www.salfraediritid.is. Þar er smellt á „Sálfræðiritið, útgáfuvefur“. Einnig er á sömu síðu hægt að smella á hlekkinn „Eldri tölublöð Sálfræðiritsins“ til að finna PDF skjöl með árgöngum 2018-2022.

Hvetjum alla til að senda inn efni og minnum á að auk rannsóknagreina er óskað eftir efni þar sem fjallað er um fræðileg viðfangsefni, stefnumál sálfræðinga, þjálfun sálfræðinema, störf stéttarinnar, framþróun í meðferð og málefni líðandi stundar.

Vefurinn er í áframhaldandi þróun og ef þið hafið ábendingar má senda þær á sal@sal.is

Tengdar færslur