Read More »"/>

Sálfræðingar fagna fjölbreytileikanum

Heim / Fréttir / Sálfræðingar fagna fjölbreytileikanum

Sálfræðingafélag Íslands leggur áherslu á að borin sé virðing gagnvart öllu fólki óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða skoðunum. Allir eiga rétt á virðingu og jafnrétti.

Sálfræðingar eru heilbrigðisstétt og ber að starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og starfa sálfræðingar Sálfræðingafélagsins samkvæmt samnorrænum siðareglum. Í siðareglum sálfræðinga er fjallað sérstaklega um virðingu og kemur þar fram að sálfræðingur skuli virða „grundvallarréttindi einstaklingsins, reisn hans og gildi og gætir þess að þekking hans sé ekki notuð til að skaða, nota eða kúga neina manneskju“, einnig kemur fram að sálfræðingur skuli „virða einstaklingsbundinn, hlutverkatengdan og menningarlegan mun sem snertir starfshæfni, kyn, kynhneigð, þjóðlegan uppruna, aldur, trúarbrögð, tungumál og samfélagsstöðu ásamt því að taka tillit til þeirra takmarkana sem liggja í eigin menningarlegum, stéttarlegum og kynbundnum forsendum.

Sálfræðingafélag Íslands fagnar fjölbreytileikanum og sendir baráttukveðjur til hinsegin fólks með von um að  landsmenn allir opni huga sinn og hjarta fyrir fjölbreytileikanum.

Stjórn Sálfræðingafélag Íslands
Siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands

Tengdar færslur