Aðalfundur Sálfræðingafélags Íslands fór fram, þriðjudaginn 18. apríl.
Dagskrá var hefðbundin og í samræmi við lög félagsins, meðal annars var farið ársreikning félagsins fyrir árið 2022 sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Skýrsla stjórnar var kynnt sem og skýrslur nefnda, undirfélaga og fagdeilda.
Samþykkt var endurskoðuð útgáfa af samnorrænum siðareglum sem munu taka gildi og vera gefnar út þegar þær hafa verið samþykktar af öllum sálfræðingafélögunum á Norðurlöndunum.
Stjórn Sálfræðingafélagsins þakkar þeim sem hafa komið að vinnu fyrir félagið árið 2022 fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Breytingar urðu á stjórn félagsins en formaður félagsins Tryggvi Guðjón Ingason tilkynnti í haust að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa.
Einnig tilkynnti Agnes Björg Tryggvadóttir meðstjórnandi að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn. Auglýst var eftir framboðum til embættis formanns SÍ sem og meðstjórnanda.
Félaginu barst eitt framboð í hvort embætti og þar með eru aðilar sjálfkjörnir.
Pétur Maack, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands bauð fram krafta sína til embættis formanns SÍ og bjóðum við hann innilega velkomin til starfa.
Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bauð fram krafta sína til meðstjórnenda starfa og bjóðum við hana innilega velkomna til starfa.
Stjórn þakkar Tryggva Guðjóni Ingasyni fyrir gott samstarf og góð störf í þágu félagsins síðastliðinn fjögur ár og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Einnig þakkar stjórn Agnesi Björgu Tryggvadóttur kærlega fyrir gott samstarf og stjórnarstörf hennar í þágu félagsins síðastliðin fjögur ár.
Nýkjörinn formaður Pétur Maack Fráfarandi formaður Tryggvi Guðjón Ingason og
og meðstjórnandi Kristbjörg Þórisdóttir meðstjórnandi Agnes Björg Tryggvadóttir