Read More »"/>

Ný reglugerð um sálfræðinga

Home / Fréttir / Ný reglugerð um sálfræðinga

Ný reglugerð um sálfræðinga tekur gildi þann 1. janúar nk., í framhaldi af nýjum lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, sem samþykkt voru í vor. Reglugerðin var birt í stjórnartíðindum í gær og er að finna hér. Í henni er að finna ákvæði um hvað þarf til að öðlast starfsleyfi sem sálfræðingur og sérfræðileyfi. Í reglugerðinni er kveðið á um kandídatsár, eins árs starfsþjálfun undir leiðsögn að loknu kandídatsprófi eða sambærilegu, sem hefur verið barátta sálfræðinga í langan tíma. Með nýrri reglugerð standa sálfræðingar löggiltir á Íslandi því jafnfætis kollegum sínum á Norðurlöndum, hvað nám varðar. Í reglugerðinni er ákvæði um sérfræðileyfi verulega breytt frá því sem gamla reglugerðin kvað á um. Reglugerðin er hér

Related Posts