Réttur sálfræðinga til veikindaleyfis á launum fer eftir kjarasamningum. Í kjarasamningi SÍ og ríkisins og kjarasamningi SÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga er fjallað um veikindarétt í kafla 12 en í kjarasamningi SÍ og Reykjavíkurborgar í kafla 11. Rétturinn er sá sami og fram kemur að almennt gildir um veikindarétt að:
12.2.1 Starfsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum skv. gr. 1.1.1 í kjarasamningi í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum skv. gr. 12.2.6 – 12.2.7 svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir:
Starfstími Fjöldi daga
0- 3 mánuði í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuði í starfi 35 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar
Eftir 1 ár í starfi 133 dagar
Eftir 7 ár í starfi 175 dagar
Í ofangreindum köflum kjarasamninganna er fjallað mun nánar um veikindarétt.
Í kjarasamningi SÍ við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu eru ákvæði um veikindarétt samhljóða því sem segir um veikindarétt í kjarasamningi SÍ og ríkisins.
Í kjarasamningi SÍ og Samtaka atvinnulífsins er fjallað um veikindarétt í 4. kafla:
4.3.1 Laun í veikinda- og slysaforföllum á fyrsta ári
Launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra hjá sama
vinnuveitanda, skal á 1. ári haga þannig að tveir dagar greiðast fyrir hvern
unninn mánuð.
4.3.2 Laun í veikinda- og slysatilfellum eftir eitt ár
Launagreiðslu til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra sem unnið hafa hjá
sama atvinnurekanda í eitt ár eða meira skal haga þannig:
Eftir 1 árs starf hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuði á föstum launum á
hverjum 12 mánuðum,
eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda: 4 mánuði á föstum launum á
hverjum 12 mánuðum
eftir 10 ára starf hjá sama atvinnurekanda: 6 mánuði á föstum launum á
hverjum 12 mánuðum.
Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.