Um skil félagsgjalda og greiðslur í sjóði
Með stéttarfélagsaðild að Sálfræðingafélagi Íslands öðlast félagsmenn rétt til aðildar að sjóðum BHM. Réttindin eru margs konar og mikils virði. Frekari upplýsingar er að finna hér (láta opnast í sér glugga) og sundurliðun gjaldanna er hér fyrir neðan. Rétt er að vekja athygli sjálfstætt starfandi sálfræðinga á því að þeir hafa val um greiðslur í ákveðna sjóði.
Hér fyrir neðan er stutt samantekt um greiðslur í sjóði og réttindi sem þeim fylgja. Athugið að stéttarfélagsaðild er forsenda aðildar að sjóðunum.
Félagsgjöld
Félagsgjöld til Sálfræðingafélags Íslands eru 1,1% af heildarlaunum, frá og með 1. júlí 2024 og var breytt á aðalfundi félagsins í apríl 2024.
Í sjóði BHM greiða launagreiðendur, eftir kjarasamningum:
Í orlofssjóð BHM 0,25% af heildarlaunum (Almennur markaður, Reykjavíkurborg, ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga, almennur markaður).
Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af heildarlaunum (Almennur markaður, Reykjavíkurborg, ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga).
Í styrktarsjóð BHM 0,75% af heildarlaunum (Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríki).
Í sjúkrasjóð BHM 1% af heildarlaunum (almennur markaður).
Í starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum (ríki og Reykjavíkurborg, á almennum markaði er samið sérstaklega um aðild en gjaldið er hið sama, 0,7% af heildarlaunum).
Í vísindasjóð SÍ 1,5% af dagvinnulaunum (Samband íslenskra sveitarfélaga, á almennum markaði er samið sérstaklega um aðild en gjaldið er hið sama, 1,5% af dagvinnulaunum). Í vísindasjóð greiðir Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum félagsmanna, frá 1. janúar 2016.
Athugið að Sjúkrasjóður er einungis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði.
Fyrir sálfræðinga hjá Reykjavíkurborg, ríki og sveitarfélögum er greitt í styrktarsjóð. Aldrei er greitt í báða sjóði í einu.
Í vísindasjóð er greitt fyrir sálfræðinga hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögunum. Aðild að vísindasjóði er valkvæð fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði.
Iðgjöld í Starfsendurhæfingarsjóð eru 0,1% af heildarlaunum, frá 1. janúar 2016 og er skilað til viðeigandi lífeyrissjóðs. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu VIRK.