Read More »"/>

Geðlæknafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands boðar til sameiginlegs fundar um verklagið við greiningu og meðferð ADHD hjá fullorðnum

Heim / Fréttir / Geðlæknafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands boðar til sameiginlegs fundar um verklagið við greiningu og meðferð ADHD hjá fullorðnum

 

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 12. Október kl. 19:00-21:00 í sal Læknafélags Íslands að Hlíðarsmára 8.

Framsögumenn:
Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir. Yfirlæknir á sviði eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis, kynnir nýjar klínískar leiðbeiningar varðandi greiningu og meðferð ADHD.

Elvar Daníelsson, geðlæknir. Yfirlæknir ADHD teymis fullorðinna í heilsugæslunni.

Helga Arnfríður Haraldsdóttir, sálfræðingur.  Sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Helga Arnfríður hefur áralanga reynslu af greiningum taugaþroskafrávika hjá börnum og fullorðnum.

Kristófer Sigurðsson, geðlæknir. Rekur eigin geðlæknastofu og sinnir fjölda fólks með ADHD.

Lilja Magnúsdóttir, sálfræðingur. Eigandi á Seigla sálfræðistofa og stjórnarkona í SÍ.

Matthías Matthíasson, sálfræðingur. Teymisstjóri í geðheilsuteymi fangelsa, situr í siðanefnd SÍ

Óttar Guðmundsson, geðlæknir. Rekur eigin geðlæknastofu og hefur langa reynslu af meðhöndlun fólks með ADHD og einnig með mikla reynslu af því að sinna fólki með fíknivanda.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur. Eigandi KMS og sérfræðingur í klínískri sálfræði.

Að framsögum loknum verða almennar umræður.
Fundarstjóri: Pétur Maack Þorsteinsson formaður SÍ.

Fyrir hönd félaganna
Karl Reynir Einarsson formaður Geðlæknafélags Íslands
Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands.

Tengdar færslur