Fag- og stéttarfélagsaðild er fyrir alla þá sem eru launþegar og taka laun eftir kjarasamningum sem Sálfræðingafélag Íslands er aðili að.
Sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem greiða sjálfum sér laun geta einnig valið fag- og stéttarfélagsaðild að félaginu.
Félagsgjaldið er 1,1% af heildarlaunum (frá 1. júlí 2024) og innheimtist af launagreiðanda sem skilar því ásamt greiðslum í sjóði BHM, eftir því sem kjarasamningar kveða á um.
Félagsgjaldinu er skilað í einni greiðslu til miðlægrar innheimtumiðstöðvar BHM sjá nánar hér.
Þeir sálfræðingar sem hafa fag- og stéttarfélagsaðild að SÍ hafa aðild að sjóðum BHM, sjá nánar hér.
Félagar með fag- og stéttarfélagaðild hafa réttindi til þátttöku í fag- og stéttarfélagsmálum.
Athugið – fag- og stéttarfélagsaðild er eina félagsaðildin sem veitir réttindi í sjóðum BHM.