Félag sálfræðinga á Norður- og Austurlandi (FSNA)
Félag sálfræðinga á Norður- og Austurlandi (FSNA) var stofnað á Akureyri þann 18. janúar 2013. Hlutverk félagsins er fjórþætt: Að standa vörð um hagsmuni sálfræðinga á Norður- og Austurlandi (t.d. aðgengi að símenntun); að stuðla að því að félagsmenn uppfylli fyllstu kröfur að því er varðar menntun og siðgæði í starfi; að stuðla að hagnýtingu sálfræðilegrar þekkingar og koma sálfræðilegri þekkingu á framfæri; að stuðla að samstarfi og samheldni milli félagsmanna. Félagssvæðið nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri. Fjöldi félagsmanna hefur haldist í kringum 30 manns frá stofnun félagsins.
Félagið hefur staðið fyrir samverustundum félagsmanna, fræðsluviðburðum og ráðstefnu í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Stjórn félags sálfræðinga á Norður- og Austurlandi skipa:
Karen Júlía Sigurðardóttir, formaður
Aðalheiður Sigfúsdóttir, gjaldkeri
Valdís Eyja Pálsdóttir, ritari
Jóhanna Bergsdóttir. varamaður
Netfang: fnaust@gmail.com