Read More »"/>

Opinn fræðsla fyrir almenning í streymi

Home / Viðburður / Opinn fræðsla fyrir almenning í streymi
Dags.: 16. mars, 2022
Tími: 20:00 - 21:00
Staðsetning: Streymi - https://vimeo.com/event/1881025

Jákvæð sálfræði – vísindaleg nálgun til að takast á við lífið á uppbyggilegan hátt– Styrkleikar – Hamingja & Hugarfar

Í þessum fyrirlestri mun Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis kynna hugmyndafræði og verkfæri jákvæðrar sálfræði og hvernig hugarfar, styrkleikar og tilfinningahugrekki geta hjálpað okkur við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg nálgun á því hvað einkenni gott og innihaldsríkt líf. Rannsóknir innan jákvæðrar sálfræði beinast þannig að jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, hugarfari, vellíðan og hamingju. Einnig er lögð áhersla á að skoða hvernig manneskjunni tekst að takast á við mótlæti og erfiðleika á uppbyggilegan hátt. Þá eru hugtök eins og hugarfar, seigla (resilience) og tilfinningahugrekki (emotional agility) í lykilhlutverki.

Í þessum fyrirlestri verður farið stuttlega yfir hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði með áherslu á:

  • Hvaða þættir hafa mest áhrif á hamingju
  • Hugarfar grósku og festu (growth and fixed mindset) og hvernig við getum nýtt hugarfar grósku til að takast á við áskoranir í lífinu
  • Áhrif jákvæðra tilfinninga á sköpunargáfu og ónæmiskerfið og hvernig við getum aukið hlutfall jákvæðra tilfinninga og eflt þannig ónæmiskerfið
  • Tilfinningahugrekki (emotional agility) sem snýr að mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, líka þær sem eru óþægilegar
  • Að lokum verða kynntar æfingar og góð ráð sem rannsóknir hafa sýnt að auki hamingju og vellíðan í lífi og starfi

Streymisþráður: https://vimeo.com/event/1881025

 


Um fyrirlesara:

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur hefur rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á hamingju og vellíðan. Dóra Guðrún hefur kennt jákvæða sálfræði á háskólastigi um árabil, haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa hérlendis og erlendis. Hún hefur ritað fjölda greina um efnið bæði innan lands og utan. Hún er höfundur bókarinnar ,,Velgengni og vellíðan –um geðorðin 10“   og kafla í bókunum ,,The World book of Happiness“ og „Positive Psychology for Social Change“.

Dóra Guðrún vinnur í nánu samstarfi við „The Well-being Institute“ við Cambridge háskóla í Bretland, hún er forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði, kennslustjóri Diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands og vinnur sem sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.

 

 

Related Posts