Read More »"/>

Kynning á stöðu mála varðandi stöðlun vitsmunaþroskaprófa

Heim / Viðburður / Kynning á stöðu mála varðandi stöðlun vitsmunaþroskaprófa
Dags.: 19. janúar, 2023
Tími: 12:00 - 13:00
Staðsetning: Borgartúni 6

Fimmtudaginn 19. janúar munu dr. Einar Guðmundsson og dr. Örnólfur Thorlacius kynna stöðu mála varðandi stöðlun vitsmunaþroskaprófa. Kynninginn hefst klukkan 12 í Borgartúni 6, 4ðu hæð og verður einnig send út í streymi. Skráning er skilyrði og hefur póstur verið sendur á félagsmenn til skráningar.

Kynning hjá Sálfræðingafélagi Íslands 19. janúar 2023

Uppfærsla vitsmunaþroskaprófa

ECAD og WJ IV COG

Síðastliðið ár hefur verið unnið markvisst að þýðingu og staðfærslu tveggja vitsmunaþroskaprófa fyrir leikskóla- og grunnskólabörn: ECAD og WJ IV COG. Í kynningunni á þessum prófum verður fyrst fjallað um forsögu verkefnisins og breytingar á upphaflegum áformum. Síðan verður inntaki og eiginleikum ECAD (Tests of Early Cognitive and Academic Development) og WJ IV COG (Woodcock-Johnson IV Tests of Cognitive Abilities) lýst. Loks verður fjallað um stöðu verkefnisins í dag ― forprófanir á vormisseri, réttmætisathuganir í haust og fyrirhugaða verkþætti vorið 2024 ef allt gengur eftir á þessu ári.

 

Dr. Einar Guðmundsson prófessor við HÍ og dr. Örnólfur Thorlacius lektor við HÍ munu sjá um kynninguna.

Tengdar færslur