Read More »"/>

Fræðsluerindi – Margrét Sigmarsdóttir og Edda Vikar Guðmundsdóttir sálfræðingar fjalla um Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE)

Heim / Viðburður / Fræðsluerindi – Margrét Sigmarsdóttir og Edda Vikar Guðmundsdóttir sálfræðingar fjalla um Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE)
Dags.: 27. október, 2021
Tími: 00:00 - 00:00
Staðsetning: Fer fram á TEAMS

SPARE (Strengthening Parenting Among Refugees in Europe ) er rannsóknarverkefni fjögurra Evrópuþjóða (Ísland, Noregur, Danmörk og Holland) þar sem verkfærum PMTO (Parent Mangement Training – Oregon aðferð) er beitt ásamt öðrum leiðum til að styrkja foreldra sem eru flóttafólk í sínu foreldrahlutverki og styðja markvisst við þeirra líðan. Með þeim hætti stuðla að góðri aðlögun barna og foreldra í nýju landi. Háskóli Ísands (HÍ) – Menntavísindasvið – leiðir verkið fyrir Íslands hönd og hefur hlotið stóra Evrópustyrki: https://www.hi.is/frettir/hatt_i_hundrad_milljonir_til_menntarannsokna_fra_evropusambandinu. HÍ bauð velferðarsviði Reykjavíkurborgar til samvinnu, sem þau þáðu, og fengu til þess styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála hjá Félagsmálaráðuneytinu. Þjónustan er veitt foreldrum í hópum þar sem þrír hópar frá hverju landanna, sem taka þátt, fá þjónustu. Ísland hefur lokið þessum þremur hópum rannsóknarinnar og unnið er að úrvinnslu gagnanna.

Margrét mun segja frá markmiði og framkvæmd verkefnis og Edda frá sinni reynslu sem meðferðaraðili hópanna og fulltrúi Reykjavíkurborgar.

 

Tengdar færslur