Read More »"/>

Auglýsum eftir efni á ráðstefnudag Sálfræðiþings 2023

Heim / Fréttir / Auglýsum eftir efni á ráðstefnudag Sálfræðiþings 2023

Öllum er heimilt að bjóða efni til kynningar á þinginu, svo fremi sem það lýtur að sálfræði og stenst fræðilegar kröfur. Ekki er gerður greinarmunur á fræðilegu og hagnýtu efni en allir fyrirlestrar og veggspjöld eiga að standast fræðilega skoðun.

Á þinginu verður einungis um frumflutning erinda á íslensku að ræða. Ef erindi hefur áður verið flutt hér á landi útilokar það flutning á þinginu. Ef erindi hefur einungis verið flutt erlendis má sækja um að flytja það á þinginu.

Smellið hér til að senda inn efni.

Efni sem kallað er eftir til kynningar á ráðstefnudegi

Ágrip vegna erinda / málstofa / vinnustofa / veggspjalda

  • Hámarkslengd ágripa miðast við 250 orð.
  • Titill ágripa, nöfn höfunda og stofnana eru ekki talin með.
  • Heiti ágripa skal vera með lágstöfum. Dæmi: Hver er tilgangur lífsins?
  • Ágrip skulu rituð á íslensku og er ætlast til að vandað sé til orðfæris og efnistaka
  • Ágrip  skal byggjast upp á eftirfarandi hátt og setja fyrirsagnir fremst þar sem við á: Inngangur, Efniviður og aðferðir, Niðurstöður, Ályktun
  • Auðveldast er að líma heiti ágrips og texta úr WORD í viðeigandi reiti hér fyrir neðan.

Málstofur og ágrip málstofa

  • Ef um málstofu er að ræða skal tiltaka heiti og efni málstofu, hverjir taka þátt og uppbyggingu.  Ágrip skal senda samhliða eða eftir að samþykki fyrir málstofu liggur fyrir, athugið að senda ágrip fyrir hvert erindi og að setja heiti málstofu efst í texta

Vinnustofur

  • Ef um vinnustofu er að ræða skal tiltaka efni og skipulag vinnustofu og hverjir verða með framsögu og taka þátt.

Annað sem fellur ekki undir ofangreint, lýsið nánar

Skilafrestur ágripa er til miðnættis 1. febrúar 2023.

Tengdar færslur