Read More »"/>

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningar- og Vísindasjóði Arnórs Björnssonar.

Home / Fréttir / Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningar- og Vísindasjóði Arnórs Björnssonar.

Styrkur til rannsókna í sálfræði

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningar- og Vísindasjóði Arnórs Björnssonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir í klínískri sálfræði á Íslandi, einkum rannsóknir á þróun sálrænnar meðferðar og athuganir á árangri hennar. Vorið 2020 verða veittir einn eða fleiri styrkir samtals að fjárhæð 1 milljón króna. Umsóknir sendist stjórn sjóðsins Sálfræðistöðinni Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, eigi síðar en 5. apríl 2020.

Umsóknareyðublað má nálgast á hér

f.h. stjórnar Minningar- og Vísindasjóðs Arnórs Björnssonar

Álfheiður Steinþórsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson

Related Posts