Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um sálfræðiþjónustu hefur verið uppfærður og gerðar voru nokkrar breytingar samhliða.
Áfram munu Sjúkratryggingar kaupa þjónustu sálfræðinga fyrir börn með alvarlega geð-, hegðunar- og þroskaraskanir. Til viðbótar munu heilsugæslustöðvar geta sent tilvísanir fyrir fullorðna og börn vegna gruns eða staðfestrar greiningar um kvíðaröskun og/eða þunglyndis af einhverjum toga (væga til meðal).
Samninginn í heild sinni má finna með því að þrýsta hér og ef sálfræðingar hafa áhuga á að skrá sig á samninginn má finna eyðublað um það hér.
Sálfræðingafélagið hefur ekki farið ýtarlega yfir samninginn og verða upplýsingar um samninginn uppfærðar eftir þörfum.
Hvetjum við félagsmenn sem hafa áhuga á að fara á samning til að kynna sér öll skilyrði hans vel og vandlega.