Eftirfarandi embætti í stjórn SÍ voru laus: varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur.
Eftirfarandi stjórnarmeðlimir eru á miðju kjörtímabili og sitja áfram í stjórn: Tryggvi Guðjón Ingason formaður, Helgi Héðinsson meðstjórnandi og Agnes Björg Tryggvadóttir meðstjórnandi.
Eftirfarandi framboð bárust:
Í embætti varaformanns: Bóas Valdórsson.
Bóas er einn í framboði og er því sjálfkjörinn varaformaður félagsins.
Upplýsingar um Bóas Valdórsson
Í embætti gjaldkera: Álfheiður Guðmundsdóttir
Álfheiður er ein í framboði og er því sjálfkjörin gjaldkeri félagsins.
Upplýsingar um Álfheiði Guðmundsdóttur
Í embætti meðstjórnenda: Berglind Stefánsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir
Upplýsingar um Berglindi Stefánsdóttur
Upplýsingar um Elsu Kristjánsdóttur
Upplýsingar um Gunnhildi Gunnarsdóttur
Þrír frambjóðendur eru um tvö laus sæti meðstjórnenda og munu félagsmenn kjósa um meðstjórnendur.
Kjörseðlar verða sendir í tölvupósti
Niðurstöður kosningar verða kynntar á aðalfundi félagsins sem fer fram 25. febrúar nk. klukkan 16:30 í Borgartúni 6, sal BHM á 4. hæð.