Read More »"/>

Yfirlýsing Sálfræðingafélgs Íslands í tengslum við námskeið fyrir matsmenn sem starfa fyrir dómskerfið og barnaverndarnefndir.

Home / Fréttir / Yfirlýsing Sálfræðingafélgs Íslands í tengslum við námskeið fyrir matsmenn sem starfa fyrir dómskerfið og barnaverndarnefndir.

Nú er að fara af stað námskeið fyrir félagsmenn SÍ um störf matsmanna fyrir dómskerfið og barnaverndarnefndir.

Stjórn SÍ vill minna á að matsvinna sem þessi felur í sér mjög sérhæfð vinnubrögð og um leið er lögð  mikil ábyrgð á hendur sálfræðinga sem vinna hér að velferð og framtíð þeirra barna sem um ræðir. Niðurstöður í forsjár-  og barnaverndarmáluml eru oft aðrar en væntingar foreldra og ekki óalgengt að ósætti þeirra leiði til gagnrýni á matsmenn og vinnubrögð þeirra. Því er brýnt að vanda vel til verka og tileinka sér vinnubrögð sem best eru. Á undanförnum 25 árum hafa sálfræðingar á  Íslandi haldið reglulega ítarleg námskeið fyrir matsmenn bæði með erlendum og innlendum kennurum og skapast hefur sterk hefð um vinnslu þessara mála.

Því ber að fagna að enn á ný sé haldið ítarlegt námskeið undir leiðsögn reyndra matsmanna,  sálfræðinga, dómara og lögmanna og eru félagsmenn sem áhuga hafa á að taka að sér matsgerðir á þessum vettvangi hvattir til þátttöku.

 

Related Posts