Stjórn Sálfræðingafélags Íslands auglýsir eftir tilnefningum til heiðursverðlauna SÍ sem veitt verða í fyrsta sinn á næstkomandi Sálfræðiþingi.
Skorað er á félagsmenn að senda inn tilnefningar um sálfræðinga sem eiga skilið virðingarvott fyrir störf sín, hafa innleitt nýjungar og/eða þróað verkefni í þágu sálfræðinnar, hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd í starfi.
Í tilnefningu skal koma fram nafn viðkomandi, vinnustaður og góður rökstuðningur fyrir tilnefningunni. Tilnefningu skal senda á sal@sal.is.
Related Posts