Read More »"/>

Starfsleyfaskrá yfir heilbrigðisstarfsmenn með gilt starfsleyfi

Home / Fréttir / Starfsleyfaskrá yfir heilbrigðisstarfsmenn með gilt starfsleyfi

Starfsleyfaskrá, þ.e. skrá yfir heilbrigðisstarfsmenn með gilt starfsleyfi hefur nú verið birt á heimasíðu embættis landlæknis. Þegar unnið var að birtingunni var málið sent til Persónuverndar sem gerði ekki athugasemd.

Í starfsleyfaskránni eru allar heilbrigðisstéttir sem þurfa starfsleyfi landlæknis. Einnig kemur fram ef takmarkanir eru á starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna en ekki hvaða takmörkun er um að ræða nema þegar um er að ræða tímabundin starfsleyfi. Þá eru í skránni upplýsingar um rekstur í heilbrigðisþjónustu og um sérfræðileyfi.

Ýmsir leitarmöguleikar ættu að auðvelda notkun skrárinnar, hægt er að leita eftir nafni, fæðingardegi og útgáfudegi leyfis.

Skráin er uppfærð daglega. Áréttað skal að í skránni eru aðeins þeir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa gilt starfsleyfi.

Þess er vinsamlega óskað að athugasemdir við upplýsingar í starfsleyfaskránni verði sendar á netfangið starfsleyfi@landlaeknir.is

Related Posts