Atkvæðagreiðsla um verkföll var samþykkt hjá öllum aðildarfélögum BHM með mjög afgerandi hætti. Þátttakan var bæði gríðarlega góð og samþykki félagsmanna sömuleiðis mjög eindregið. Aðildarfélög BHM standa saman að aðgerðum, til að knýja fram sameiginlegar kröfur í kjaraviðræðum við ríki. Öll félögin sem um ræðir fara í hálfsdagsverkfall þann 9. apríl en önnur félög eða hópar innan þeirra fara í verkföll á ólíkum tímum. Saman standa félögin straum af kostnaði við verkföllin, þannig að launatap félagsmanna verði sem allra minnst.
Tengdar færslur