Í viðtölum við íslensku keppendurna á Ólympíuleikunum tala þeir nánast allir um mikilvægi andlega þáttarins í undirbúningi og keppni. Keppendurnir eru í góðum höndum á leikunum, þar sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og stjórnarmaður í SÍ er sálfræðingur Íþróttasambands Íslands. Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarparinn knái lýsir einmitt mikilvægi vinnu sinnar með Hafrúnu í Fréttablaðinu í dag.
Related Posts