Samkomulag Sálfræðingafélags Ísland og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað í dag, 4. desember 2024, með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára. Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi.
Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og er því með afturvirkni. Félagsfólk starfandi hjá sveitarfélögum hefur nú þegar fengið tölvupóst.
Related Posts