Read More »"/>

Rannsóknarhópur sálfræðinga fær fimm milljóna króna styrk

Home / Fréttir / Rannsóknarhópur sálfræðinga fær fimm milljóna króna styrk

Í vikunni var úthlutað þremur hvatningarstyrkjum úr vísindasjóði Landspítalans. Rannsóknarhópur undir forystu Jóns Friðriks Sigurðssonar, forstöðusálfræðings, fékk einn styrkjanna til rannsókna á virkum þáttum meðferðar í ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Í hópnum eru auk Jóns Friðriks sálfræðingarnir Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Brynjar Halldórsson, Þórður Örn Arnasson, Baldur Heiðar Sigurðsson, Heiðdís B. Valdimarsdóttir, Hjalti Jónsson, Fanney Þórsdóttir og Pétur Tyrfingsson auk prófessoranna Engilberts Sigurðssonar og Paul Salkovskis. Hér má sjá frétt Landspítalans af úthlutuninni. Til hamingju!

Related Posts